3. Skráning (val)
Skráning á viðburð er gerð virk með „Breytur skráningar“ hnappi viðburðarins. Þegar viðburðurinn hefur verið gerður virkur og sýnilegur á vefnum og skráning virkjuð, getur fólk skráð sig á viðnurðinn. Skráning er staðfesting væntanlegs fundarmanns eða afboðun á væntanlegan viðburð. Skráningin er sýnileg undir hnappnum „Þátttakendur“.
Sýnileiki viðburðarins hefur áhrif á það hver getur skráð sig. Ef viðburðurinn er opinber, getur hver sem er skráð sig. Fólk, sem ekki þegar er á þátttakendalistanum, bætist sjálfkrafa við hann þegar það hefur fyllt út skráningarformið. Allir rótarýfélagar, sem eru innskráðir í Polaris, sjá að þeirra upplýsingar eru þegar skráðar.
(Polaris teymið ráðleggur að skrá ekki viðburði sem opinbera vegna persónuverndarsjónarmiða en ef fólk er ekki innskráð sést aðeins það sem er skrifað um fundinn, nafn umsjónarmanns og fyrirlesara).
Tölvupóstur með stafestingu á skráningu er sendur til viðkomandi. Því er mikilvægt að vera innskráður í Polaris þegar skráning fer fram.
Hver viðburður hefur lokatíma skráningar. Félagar geta breytt skráningu sinni fyrir lokatíma. Þegar skráningartími er virkur, fá skipuleggjendur (þeir geta verið fleiri en einn), skráðir í „Almennt“ hlutanum, tölvupóst fyrir hverja skráningu, afskráningu og breytingu, sem innihalda öll svör.
Fyrir klúbbfundi, er mögulegt, áður en skráningartími er liðinn, að láta sjálfvirkt sendast póstur til þeirra félaga sem ekki hafa brugðist við skráningarbeiðninni, t.d. 1 degi fyrir fund.
Þegar hámarksfjölda viðkomandi viðburðar er náð, fara þeir sem eftir það eru skráðir á biðlista. Þeir fá skráningu ef fjöldi skráðra fellur niður fyrir hámarksfjölda eða hámarksfjöldi er hækkaður. Í þeim tilfellum fá þeir staðfestingarpóst.
Eftir lokatíma skráningar er ekki hægt að skrá sig á heimasíðunni. Hins vegar geta skipuleggjendur áfram skráð félaga fyrir þeirra hönd á viðburðinn. Þeir félagar fá líka staðfestingu í tölvupósti.