Skráning og vinnsla viðburða - Allur ferillinn

fimmtudagur, 29. september 2022

Team Polaris

Skráning viðburða - dæmi af rótarýfundi

Nokkur skref við skráningu vinnslu viðburða:

  1. Búa til viðburð
  2. Fundarboð (val)
  3. Skráning (val)
  4. Skráning mætinga
  5. Skýrsla
  6. Viðburði lokað

1. Búa til viðburð

Fyrsti þátturinn er að skrá fundinn í Polaris í dagatalinu. Við skráningu almennra klúbbfunda eru virkir félagar, væntanlegir félagar og gestir settir inn sem væntanlegir þáttakendur þegar fundurinn er skráður. Við skráningu umdæmisviðburða er þessi listi tómur en hægt er handvirkt að bæta við félögum í klúbbum og jafnframt öðrum einstaklingum.

Viðburðurinn er óvirkur á heimasíðunni við skráningu og sjálfgefið valið Allir félagar (eigin einging). Íhugið persónuverndarsjónarmið þegar sýnileiki er valinn. (Polaris teymið ráðleggur að atburðir séu ekki skráðir Opinber vegna persónuverndarsjónarmiða.)

Áður en viðburður er gerður sýnilegur á vef  er mikilvægt, ef notast er við skráningu, að yfirfara spurningar og svör sem fá á frá væntanlegum fundargestum. Um leið og einhver hefur skráð sig, er ekki hægt að breyta spurningunum.

2. Fundarboð (val)

Skipuleggjandi viðburðar útbýr fundarboð sem er kynning á væntanlegum viðburði. Hún getur verið í formi tölvupósts til valins hóps og/eða birting kynningar á heimasíðu klúbbsins, á sleðanum eða í hringekjunni.

Fundarboð í tölvupósti er gert með því að smella á „Þátttakendur“ hnappinn undir viðburðinum. Tölvupóstar sem hafa verið útbúnir, má finna undir „Klúbburinn minn > Tölvupóstar“ og ef þeir hafa ekki verið sendir má uppfæra þá þar. Viðtakendur geta verið skráðir viðtakendahópar en hægt er að bæta við viðtakendum, einstaklingum úr samfélaginu eða einfaldlega netföngum.

Fundarboð útbúið

3. Skráning (val)

Skráning á viðburð er gerð virk með „Breytur skráningar“ hnappi viðburðarins. Þegar viðburðurinn hefur verið gerður virkur og sýnilegur á vefnum og skráning virkjuð, getur fólk skráð sig á viðnurðinn. Skráning er staðfesting væntanlegs fundarmanns eða afboðun á væntanlegan viðburð. Skráningin er sýnileg undir hnappnum „Þátttakendur“.

Sýnileiki viðburðarins hefur áhrif á það hver getur skráð sig. Ef viðburðurinn er opinber, getur hver sem er skráð sig. Fólk, sem ekki þegar er á þátttakendalistanum, bætist sjálfkrafa við hann þegar það hefur fyllt út skráningarformið. Allir rótarýfélagar, sem eru innskráðir í Polaris, sjá að þeirra upplýsingar eru þegar skráðar.

(Polaris teymið ráðleggur að skrá ekki viðburði sem opinbera vegna persónuverndarsjónarmiða en ef fólk er ekki innskráð sést aðeins það sem er skrifað um fundinn, nafn umsjónarmanns og fyrirlesara).

Tölvupóstur með stafestingu á skráningu er sendur til viðkomandi. Því er mikilvægt að vera innskráður í Polaris þegar skráning fer fram.

Hver viðburður hefur lokatíma skráningar. Félagar geta breytt skráningu sinni fyrir lokatíma. Þegar skráningartími er virkur, fá skipuleggjendur (þeir geta verið fleiri en einn), skráðir í „Almennt“ hlutanum, tölvupóst fyrir hverja skráningu, afskráningu og breytingu, sem innihalda öll svör.

Fyrir klúbbfundi, er mögulegt, áður en skráningartími er liðinn, að láta sjálfvirkt sendast póstur til þeirra félaga sem ekki hafa brugðist við skráningarbeiðninni, t.d. 1 degi fyrir fund.

Þegar hámarksfjölda viðkomandi viðburðar er náð, fara þeir sem eftir það eru skráðir á biðlista. Þeir fá skráningu ef fjöldi skráðra fellur niður fyrir hámarksfjölda eða hámarksfjöldi er hækkaður. Í þeim tilfellum fá þeir staðfestingarpóst.

Eftir lokatíma skráningar er ekki hægt að skrá sig á heimasíðunni. Hins vegar geta skipuleggjendur áfram skráð félaga fyrir þeirra hönd á viðburðinn. Þeir félagar fá líka staðfestingu í tölvupósti.

Skráningarform

4. Skráning mætinga

Markmið mætingaskráningar er að halda utan um raunverulega mætingu og greiðslur. Smellt er á hnappinn „Þátttakendur“ til að skrá mætingu og er það auðvelt, annað hvort með því að haka jafnóðum við mætingu á síðunni eða að skanna QR kóða viðkomandi (sjá neðar).

Líka er hægt að prenta út lista þátttakenda með „Útflutningur“ hnappnum sem þeir sem mæta merkja við og fulltrúi klúbbsins skráir svo á hefðbundinn hátt í félagakerfið.

Aðeins þeir sem hafa réttindi stjórnenda geta skráð mætingu. „Skráning mætinga“ er réttindi sem hægt er að veita öðrum en stjórnendum t.d. almennum rótarýfélaga sem hafa það hlutverk að taka á mótin gestum, eða starfsmanni veitingahúss. Þeir hafa þá engin önnur réttindi.

Skráning mætinga er aðeins möguleg á fundardegi eða eftir það.

ATH. Þegar skráning allra mætinga hefur verið lokið (og uppgjör fjármála hefur farið fram ef það á við) þar að loka viðburði sem þátttakendur sjái mætingu í yfirliti sínu.

Form til skráningar mætinga

Mæting skráð með skönnun QR-kóða

Skrá má mætingu félaga með því einfaldlega að skanna QR-kóða þess rótarýfélaga sem mætir. Sá sem skráir mætingu, opinar viðburðinn í símanum sínum, velur „Þáttakendur“ og opnar myndavélina með því að smella á „Skanna QR-kóða“ til að hefja skönnun.

Þátttakandinn sýnir sinn persónulega QR-kóða, annað hvort á símanum sínum eða á miða. Auðvelt er að finna QR kóðann með því að opna Polaris í símanum og velja hnappinn efst til hægri, blár hnappur sem sýnir andlit eða í valmyundinni og velja „Mínar stillingar“. Útprentaðir (lím)miða er hægt að nálgast hjá stjórn klúbbsins. Rótarýfélagar geta einnig smellt á QR-kóðann og vistað myndina og síðan prentað út. Ef félagi er hvorki með QR-kóðann í símanum sínum eða á prenti, getur stjórnandi verið með útprentað blað með QR kóða hvers félaga. (Sjá næst).

Ef skönnun text heyrist sem tíst hljóð en villur heyrast sem kvak-tónn. Einnig sjást skilaboð um niðurtöðu skönnunar. Kerfið skynjar ef reynt er að tvískrá.

QR-skönnun virkar fyrir alla félaga í rótarýumdæminu, líka getafélaga, væntanlega félaga og aðra tengiliði auk rótaractfélaga.

QR-kóðinn er dulkóðuð framsetning á Rótarý skilríki. Engar aðrar upplýsingar er að finna í kóðanum.

Einstaklingsbundinn QR kóði

5. Fundargerð

Besta leiðin til að skrá sögu klúbbsins er að að hengja fundargerðir beint við hvern viðburð. Ný og fersk leið er að útbúa fréttabréf sem innihalda tengil á fundargerðina ásamt upplýsingum og kynningu á starfinu framundan auk frétta.'

Fundargerð er skráð á viðkomandi viðburð með því að aðlaga eða skipta út texta í aðaltextaboxi viðkomandi fundi og með því að bæta við myndum sem teknar eru á fundinum.

Fundargerð má einnig rita (og vista helst sem PDF) og geyma í skjalasafni klúbbsins í félagakerfinu.

6. Loka viðburði

Tilgangur lokunarinnar er að ganga frá öllum fjárhagsfærslum sem tengjast þessum viðburði.

Loka þarf viðburði svo mæting skráist.

Viðverustigum er úthlutað til fundarmanna og gjöld eru dregin af fjárhagsbókhaldi félagsmanna. Hægt er að opna lokaðan viðburð aftur til að leiðrétta mætingu. Ekki er hægt að afturkalla fjárhagsfærslur, heldur þarf að gera leiðréttingarfærslu. 


Útprentaðir QR-kóðar

Hægt er að útbúa QR-kóða í tveimur útfærslum.

1. Límmiðar

Límmiðar eru handhægir litlir miðar sem félagar geta límt t.d. á greiðslukort eða annað og haft í veski sínu. Hægt er að prenta miðana á hvað laser eða bleksprautprentar sem er. PDF skal með miðunum getur stjórnandi útbúið undir „Verkfæri“ > „Félagatal“ > „Útflutningur“ > „QR-miðar“.

PDF skjalið er með 13 röðum og 5 dálkum sem hægt er að prent á Avery límmiða:

  • Límmiðar fyrir báðar prentaragerðir: Avery 3666
  • Eldri límmiðar fyrir laser límmiða: Avery L7615-15
  • Eldri límmiðar fyrir bleksprautuprentara: Avery J8651-12

[PDF file is available in administration under Utility > Member list > Export > QR Stickers]

ATH: Mikilvægt era að prentað sé í 100% stærð til að miðarnir prentist á réttan hátt.

2. Mappa með prentuðum QR-kóða

Til að skanna QR-kóða meðlims sem missir af bæði snjallsímanum sínum og límmiðanum sínum, getur maður skannað QR-kóða hans í forprentuðu setti allra meðlima QR-kóða sem hægt er að prenta, í stjórnun undir Gagnsemi > meðlimalista > Yfirlit yfir útflutning > QR Útprentunin 

Inniheldur alla virka meðlimi eigin klúbbs, en ekki gesti og aðra tengiliði.

Universelle Avery-Aufkleber für Polaris QR-Codes für beide Drucker

Avery-Aufkleber für Polaris QR-Codes für Laserdrucker

Avery-Aufkleber für Polaris QR-Codes für Tintenstrahldrucker